Innlent

Dómur í máli gegn Stundinni í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rttstjórar Stundarinnar mæta til aðalmeðferar.
Rttstjórar Stundarinnar mæta til aðalmeðferar. vísir/Ernir
Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti í október að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar, Reykjavík Media og breska miðilsins The Guardian sem byggð var á upplýsingum úr Glitni. Þrír fyrrgreindir miðlar höfðu fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar og venslamanna hans dagana fyrir bankahrunið.

Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×