Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20. Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20.
Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira