Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 14:02 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið til starfa hjá dómsmálaráðuneytinu. erla björg gunnarsdóttir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár. Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár.
Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00