Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 14:02 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið til starfa hjá dómsmálaráðuneytinu. erla björg gunnarsdóttir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár. Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár.
Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00