Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 18:41 Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur. Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur.
Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent