Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent