Tarantino svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 11:15 Tarantino og Thurman í Cannes árið 2014. Vísir/AFP Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira