Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
„Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00