Níddist á börnum en starfar sem ökukennari Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Ökukennarar þurfa ekki að sýna fram á hreint sakavottorð þrátt fyrir að þeir vinni náið með börnum í einrúmi. Vísir/Anton Maður, sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdætrum sínum um miðjan tíunda áratuginn, hefur alla tíð haft réttindi til að starfa sem ökukennari þar sem kennari situr einn í bifreið með nemanda sínum. Maðurinn var kærður og dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdætrum sínum sem stóðu yfir í langan tíma. Voru brot hans talin stórfelld og alvarlegs eðlis. Brotin áttu sér stað frá síðari hluta ársins 1982 allt fram í ársbyrjun 1987. Var hann dæmdur fyrir að hafa farið höndum um kynfæri stúlknanna beggja margsinnis og ítrekað, sett fingur sinn í þau, sleikt kynfæri þeirra og nuddað lim sínum milli fóta þeirra svo honum varð sáðfall. Allt frá þessum tíma hefur maðurinn starfað sem ökukennari og er félagi í Ökukennarafélagi Íslands. Sýslumaður löggildir ökukennara að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Samgöngustofu. Veita má löggildingu þeim sem er orðinn 21 árs, hefur ekið bíl í þrjú ár og hefur staðist próf fyrir ökukennara. Ekki er krafist hreins sakavottorðs eða vammleysis. Hins vegar er heimilt að synja einstaklingum um löggildingu réttinda ef afbrot er þess eðlis að einstaklingur gæti framið aftur brot vegna stöðu sinnar. Þegar brot er stórfellt má einnig svipta mann þessum réttindum. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki og starfar hann enn sem ökukennari.Formanni ekki kunnugt um málið Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir börn eiga að njóta vafans. „Við viljum sjá að eftirlit sé með bakgrunni þeirra sem vinna náið með börnum hér á landi. Og það á við um allar þær stéttir sem vinna með börnum,“ segir hún. Björgvin Þór Guðnason, formaður Félags ökukennara á Íslandi, segir það keppikefli félagsins að stuðla að því að allir hlutir séu í lagi. Nú í þeirri byltingu sem ríður yfir sé verið að skoða allar starfsstéttir og sögur að koma upp á yfirborðið. Honum var ekki kunnugt um að svona væri í pottinn búið þegar blaðamaður náði tali af honum. „Við viljum hafa allt okkar á hreinu. Sýslumenn veita heimildina eftir ákveðnum reglum og Samgöngustofa hefur ákveðið eftirlit. Við erum fagfélag og það er ekki skylda að allir ökukennarar séu í okkar félagi. Ökukennarar vinna í einrúmi með einstaklingum og því skiptir miklu máli að reglurnar og eftirlitið sé skýrt,“ Hæstiréttur dæmdi árið 2009 annan ökukennara fyrir barnaníð gegn drengjum sem stóð yfir í nokkur ár. Maðurinn flutti fljótlega úr landi og hefur ekki starfað hér á landi síðan samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Maður, sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdætrum sínum um miðjan tíunda áratuginn, hefur alla tíð haft réttindi til að starfa sem ökukennari þar sem kennari situr einn í bifreið með nemanda sínum. Maðurinn var kærður og dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdætrum sínum sem stóðu yfir í langan tíma. Voru brot hans talin stórfelld og alvarlegs eðlis. Brotin áttu sér stað frá síðari hluta ársins 1982 allt fram í ársbyrjun 1987. Var hann dæmdur fyrir að hafa farið höndum um kynfæri stúlknanna beggja margsinnis og ítrekað, sett fingur sinn í þau, sleikt kynfæri þeirra og nuddað lim sínum milli fóta þeirra svo honum varð sáðfall. Allt frá þessum tíma hefur maðurinn starfað sem ökukennari og er félagi í Ökukennarafélagi Íslands. Sýslumaður löggildir ökukennara að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Samgöngustofu. Veita má löggildingu þeim sem er orðinn 21 árs, hefur ekið bíl í þrjú ár og hefur staðist próf fyrir ökukennara. Ekki er krafist hreins sakavottorðs eða vammleysis. Hins vegar er heimilt að synja einstaklingum um löggildingu réttinda ef afbrot er þess eðlis að einstaklingur gæti framið aftur brot vegna stöðu sinnar. Þegar brot er stórfellt má einnig svipta mann þessum réttindum. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki og starfar hann enn sem ökukennari.Formanni ekki kunnugt um málið Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir börn eiga að njóta vafans. „Við viljum sjá að eftirlit sé með bakgrunni þeirra sem vinna náið með börnum hér á landi. Og það á við um allar þær stéttir sem vinna með börnum,“ segir hún. Björgvin Þór Guðnason, formaður Félags ökukennara á Íslandi, segir það keppikefli félagsins að stuðla að því að allir hlutir séu í lagi. Nú í þeirri byltingu sem ríður yfir sé verið að skoða allar starfsstéttir og sögur að koma upp á yfirborðið. Honum var ekki kunnugt um að svona væri í pottinn búið þegar blaðamaður náði tali af honum. „Við viljum hafa allt okkar á hreinu. Sýslumenn veita heimildina eftir ákveðnum reglum og Samgöngustofa hefur ákveðið eftirlit. Við erum fagfélag og það er ekki skylda að allir ökukennarar séu í okkar félagi. Ökukennarar vinna í einrúmi með einstaklingum og því skiptir miklu máli að reglurnar og eftirlitið sé skýrt,“ Hæstiréttur dæmdi árið 2009 annan ökukennara fyrir barnaníð gegn drengjum sem stóð yfir í nokkur ár. Maðurinn flutti fljótlega úr landi og hefur ekki starfað hér á landi síðan samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira