Níddist á börnum en starfar sem ökukennari Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Ökukennarar þurfa ekki að sýna fram á hreint sakavottorð þrátt fyrir að þeir vinni náið með börnum í einrúmi. Vísir/Anton Maður, sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdætrum sínum um miðjan tíunda áratuginn, hefur alla tíð haft réttindi til að starfa sem ökukennari þar sem kennari situr einn í bifreið með nemanda sínum. Maðurinn var kærður og dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdætrum sínum sem stóðu yfir í langan tíma. Voru brot hans talin stórfelld og alvarlegs eðlis. Brotin áttu sér stað frá síðari hluta ársins 1982 allt fram í ársbyrjun 1987. Var hann dæmdur fyrir að hafa farið höndum um kynfæri stúlknanna beggja margsinnis og ítrekað, sett fingur sinn í þau, sleikt kynfæri þeirra og nuddað lim sínum milli fóta þeirra svo honum varð sáðfall. Allt frá þessum tíma hefur maðurinn starfað sem ökukennari og er félagi í Ökukennarafélagi Íslands. Sýslumaður löggildir ökukennara að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Samgöngustofu. Veita má löggildingu þeim sem er orðinn 21 árs, hefur ekið bíl í þrjú ár og hefur staðist próf fyrir ökukennara. Ekki er krafist hreins sakavottorðs eða vammleysis. Hins vegar er heimilt að synja einstaklingum um löggildingu réttinda ef afbrot er þess eðlis að einstaklingur gæti framið aftur brot vegna stöðu sinnar. Þegar brot er stórfellt má einnig svipta mann þessum réttindum. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki og starfar hann enn sem ökukennari.Formanni ekki kunnugt um málið Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir börn eiga að njóta vafans. „Við viljum sjá að eftirlit sé með bakgrunni þeirra sem vinna náið með börnum hér á landi. Og það á við um allar þær stéttir sem vinna með börnum,“ segir hún. Björgvin Þór Guðnason, formaður Félags ökukennara á Íslandi, segir það keppikefli félagsins að stuðla að því að allir hlutir séu í lagi. Nú í þeirri byltingu sem ríður yfir sé verið að skoða allar starfsstéttir og sögur að koma upp á yfirborðið. Honum var ekki kunnugt um að svona væri í pottinn búið þegar blaðamaður náði tali af honum. „Við viljum hafa allt okkar á hreinu. Sýslumenn veita heimildina eftir ákveðnum reglum og Samgöngustofa hefur ákveðið eftirlit. Við erum fagfélag og það er ekki skylda að allir ökukennarar séu í okkar félagi. Ökukennarar vinna í einrúmi með einstaklingum og því skiptir miklu máli að reglurnar og eftirlitið sé skýrt,“ Hæstiréttur dæmdi árið 2009 annan ökukennara fyrir barnaníð gegn drengjum sem stóð yfir í nokkur ár. Maðurinn flutti fljótlega úr landi og hefur ekki starfað hér á landi síðan samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Maður, sem dæmdur var fyrir að níðast á stjúpdætrum sínum um miðjan tíunda áratuginn, hefur alla tíð haft réttindi til að starfa sem ökukennari þar sem kennari situr einn í bifreið með nemanda sínum. Maðurinn var kærður og dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdætrum sínum sem stóðu yfir í langan tíma. Voru brot hans talin stórfelld og alvarlegs eðlis. Brotin áttu sér stað frá síðari hluta ársins 1982 allt fram í ársbyrjun 1987. Var hann dæmdur fyrir að hafa farið höndum um kynfæri stúlknanna beggja margsinnis og ítrekað, sett fingur sinn í þau, sleikt kynfæri þeirra og nuddað lim sínum milli fóta þeirra svo honum varð sáðfall. Allt frá þessum tíma hefur maðurinn starfað sem ökukennari og er félagi í Ökukennarafélagi Íslands. Sýslumaður löggildir ökukennara að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Samgöngustofu. Veita má löggildingu þeim sem er orðinn 21 árs, hefur ekið bíl í þrjú ár og hefur staðist próf fyrir ökukennara. Ekki er krafist hreins sakavottorðs eða vammleysis. Hins vegar er heimilt að synja einstaklingum um löggildingu réttinda ef afbrot er þess eðlis að einstaklingur gæti framið aftur brot vegna stöðu sinnar. Þegar brot er stórfellt má einnig svipta mann þessum réttindum. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki og starfar hann enn sem ökukennari.Formanni ekki kunnugt um málið Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir börn eiga að njóta vafans. „Við viljum sjá að eftirlit sé með bakgrunni þeirra sem vinna náið með börnum hér á landi. Og það á við um allar þær stéttir sem vinna með börnum,“ segir hún. Björgvin Þór Guðnason, formaður Félags ökukennara á Íslandi, segir það keppikefli félagsins að stuðla að því að allir hlutir séu í lagi. Nú í þeirri byltingu sem ríður yfir sé verið að skoða allar starfsstéttir og sögur að koma upp á yfirborðið. Honum var ekki kunnugt um að svona væri í pottinn búið þegar blaðamaður náði tali af honum. „Við viljum hafa allt okkar á hreinu. Sýslumenn veita heimildina eftir ákveðnum reglum og Samgöngustofa hefur ákveðið eftirlit. Við erum fagfélag og það er ekki skylda að allir ökukennarar séu í okkar félagi. Ökukennarar vinna í einrúmi með einstaklingum og því skiptir miklu máli að reglurnar og eftirlitið sé skýrt,“ Hæstiréttur dæmdi árið 2009 annan ökukennara fyrir barnaníð gegn drengjum sem stóð yfir í nokkur ár. Maðurinn flutti fljótlega úr landi og hefur ekki starfað hér á landi síðan samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira