Lífið

Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snorri er mikill veiðimaður.
Snorri er mikill veiðimaður.
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi.

Sautján þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Vargurinn á Snapchat.

Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, tók einmitt Kjartan með sér á minkaveiðar í þættinum í gær.

„Það voru mistök að flytja inn minka á sínum tíma og ég ætla taka það að mér að leiðrétta þau mistök,“ sagði Snorri í þættinum í gær en hann elskar að drepa minka.

Snorri tekur alltaf hunda mér sér í öll verkefni en hann á alls tíu hunda. „Það er smá vinna get ég sagt þér,“ sagði Vargurinn við Kjartan í gær.*

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni síðan í gær.


Tengdar fréttir

Örninn fer í Laugardalinn

Haförninn, sem veiðimaðurinn Snorri Rafnsson gómaði á dögunum, verður fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal í dag, föstudag.

Erninum sleppt sem fyrst

Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna, segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×