Síðasti séns til að kaupa stuðningsmannamiða á HM 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 09:00 Klukkan tifar. vísir/getty Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira