Uppruni norrænna manna rakinn bæði til Íberíuskaga og Svartahafs Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2018 21:00 Fyrsti hópur fólks til Skandinavíu kom úr suðri fyrir um 11.500 árum. Næsta bylgja kom úr austri fyrir um 10.500 árum og fór norður fyrir ísaldarjökulinn. Þessir hópar blönduðust. Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2. Forfeður norrænu víkinganna sem byggðu Ísland voru blanda af ólíkum þjóðflokkum, sem fluttust til Skandínavíu eftir lok síðustu ísaldar og áttu rætur á Spáni og Portúgal og á svæðunum í kringum Svartahaf. Þetta sýnir ný rannsókn, undir forystu vísindamanna við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, en fjallað var um niðurstöður hennar í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvaðan Íslendingar komu þá er stutta svarið að stærsti hluti landnámsmanna hafi komið frá vesturströnd Noregs, þótt jafnframt sé almennt viðurkennt meðal fræðimanna að einhver hluti þeirra hafi komið frá Bretlandseyjum. En svo vissir eru menn í Noregi að Ingólfur Arnarson hafi einmitt komið frá Hrífudal í Dalsfirði að þar hafa menn reist styttu til heiðurs þeim sem talinn er fyrsti landnámsmaður Íslands. En leit okkar að upprunanum lýkur ekki hjá Ingólfi né öðrum landnámsmönnum. Mörg viljum við líka vita hvaðan þeirra forfeður komu. Stytta af Ingólfi Arnarsyni er í Dalsfirði í Noregi, en þar er talið að fyrsti landnámsmaður Íslands hafi búið. En hvaðan komu forfeður hans?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna birt nýja rannsókn sem veitir áhugaverð svör við þeirri gátu. Rannsóknin byggði á því að greina erfðamengi sjö einstaklinga úr elstu mannvistarleifum sem fundist hafa í Noregi og Svíþjóð en þær elstu eru 9.500 ára gamlar. Ísaldarjökullinn olli því að Skandvinavía var síðasta svæði meginlands Evrópu sem byggðist en það var fyrst fyrir 12.500 árum sem ísinn tók að hopa frá ströndum Noregs. Þúsund árum síðar komu fyrstu mennirnir á svæðið, en þá lá enn stórt jökulhvel yfir Skandinavíu. Fyrsta þjóðflutningabylgjan kom frá suðvesturhluta Evrópu, og samanstóð af fólki sem átti rætur á Íberíuskaga á ísaldartíma, þar sem nú eru Spánn og Portúgal, samkvæmt niðurstöðunum. Þúsund árum síðar, fyrir um tíu þúsund árum, kom svo önnur stór bylgja fólks úr austri og fór með ströndinni norður fyrir jökulinn, en þessi hópur átti rætur á svæðunum í kringum Svartahaf eða Úkraínu. Þessir tveir ólíku hópar blönduðust og mynduðu grunninn að norrænu þjóðunum. Fólkið sem kom úr suðri hafði blá augu og var hörundsdekkra en nútíma Norðurlandabúar. Fólkið sem kom úr austri var ljósara á húð og með fjölbreyttari augnlit. Meðan fæði þeirra sem settust að í Svíþjóð var fjölbreytt var selkjöt uppistaðan í því sem fólkið í Noregi át, selur var áttatíu prósent fæðunnar við ströndina fyrir tíu þúsund árum, að því er fram kemur í rannsókninni. En þjóðflutningarnir héldu áfram og á næstu árþúsundum komu margar bylgjur fólks úr austri og segir einn af höfundum vísindagreinarinnar í viðtali á norska ríkisútvarpinu, NRK, að meginniðurstaðan sé sú að Skandinavar séu blandaður hópur. Þá er athyglisvert að fram kemur mynstur erfðabreytinga í átt til aðlögunar að skammdegi og kulda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Forfeður norrænu víkinganna sem byggðu Ísland voru blanda af ólíkum þjóðflokkum, sem fluttust til Skandínavíu eftir lok síðustu ísaldar og áttu rætur á Spáni og Portúgal og á svæðunum í kringum Svartahaf. Þetta sýnir ný rannsókn, undir forystu vísindamanna við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, en fjallað var um niðurstöður hennar í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvaðan Íslendingar komu þá er stutta svarið að stærsti hluti landnámsmanna hafi komið frá vesturströnd Noregs, þótt jafnframt sé almennt viðurkennt meðal fræðimanna að einhver hluti þeirra hafi komið frá Bretlandseyjum. En svo vissir eru menn í Noregi að Ingólfur Arnarson hafi einmitt komið frá Hrífudal í Dalsfirði að þar hafa menn reist styttu til heiðurs þeim sem talinn er fyrsti landnámsmaður Íslands. En leit okkar að upprunanum lýkur ekki hjá Ingólfi né öðrum landnámsmönnum. Mörg viljum við líka vita hvaðan þeirra forfeður komu. Stytta af Ingólfi Arnarsyni er í Dalsfirði í Noregi, en þar er talið að fyrsti landnámsmaður Íslands hafi búið. En hvaðan komu forfeður hans?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna birt nýja rannsókn sem veitir áhugaverð svör við þeirri gátu. Rannsóknin byggði á því að greina erfðamengi sjö einstaklinga úr elstu mannvistarleifum sem fundist hafa í Noregi og Svíþjóð en þær elstu eru 9.500 ára gamlar. Ísaldarjökullinn olli því að Skandvinavía var síðasta svæði meginlands Evrópu sem byggðist en það var fyrst fyrir 12.500 árum sem ísinn tók að hopa frá ströndum Noregs. Þúsund árum síðar komu fyrstu mennirnir á svæðið, en þá lá enn stórt jökulhvel yfir Skandinavíu. Fyrsta þjóðflutningabylgjan kom frá suðvesturhluta Evrópu, og samanstóð af fólki sem átti rætur á Íberíuskaga á ísaldartíma, þar sem nú eru Spánn og Portúgal, samkvæmt niðurstöðunum. Þúsund árum síðar, fyrir um tíu þúsund árum, kom svo önnur stór bylgja fólks úr austri og fór með ströndinni norður fyrir jökulinn, en þessi hópur átti rætur á svæðunum í kringum Svartahaf eða Úkraínu. Þessir tveir ólíku hópar blönduðust og mynduðu grunninn að norrænu þjóðunum. Fólkið sem kom úr suðri hafði blá augu og var hörundsdekkra en nútíma Norðurlandabúar. Fólkið sem kom úr austri var ljósara á húð og með fjölbreyttari augnlit. Meðan fæði þeirra sem settust að í Svíþjóð var fjölbreytt var selkjöt uppistaðan í því sem fólkið í Noregi át, selur var áttatíu prósent fæðunnar við ströndina fyrir tíu þúsund árum, að því er fram kemur í rannsókninni. En þjóðflutningarnir héldu áfram og á næstu árþúsundum komu margar bylgjur fólks úr austri og segir einn af höfundum vísindagreinarinnar í viðtali á norska ríkisútvarpinu, NRK, að meginniðurstaðan sé sú að Skandinavar séu blandaður hópur. Þá er athyglisvert að fram kemur mynstur erfðabreytinga í átt til aðlögunar að skammdegi og kulda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“