Innlent

Minntust unga ferðamannsins sem lést eftir rútuslysið í Eldhrauni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ziyu Duan fæddist 20. júní árið 1996 og var því 21 árs gamall.
Ziyu Duan fæddist 20. júní árið 1996 og var því 21 árs gamall. Vísir/Ernir
Hópur fólks kom saman í bænahúsi Fossvogskirkju í dag til að minnast Ziyu Duan.

Ziyu lést þann 12. janúar síðastliðinn en hafði verið á gjörgæslu frá 27. desember þegar hann lenti í rútuslysi í Eldhrauni.

Slysið átti sér stað skömmu fyrir hádegi miðvikudaginn 27. desember síðastliðinn. Slysið varð með þeim hætti að hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Ziyu Duan fæddist 20. júní árið 1996 og var því 21 árs gamall. Auk hans dó kínversk kona á þrítugsaldri í slysinu.

Hópur fólks var samankominn í bænahúsi FossvogskirkjuVísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×