Heilbrigðisráðherra segir það hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira