Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 06:30 Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. vísir/Ernir „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
„Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira