Skotar vilja fá Heimi og Lars mælir með honum: „Ég er í besta starfi í heimi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 09:00 Heimir Hallgrímsson er væntanlega undir smásjá margra liða og landa. vísir/afp Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00