Innlent

Ólafur Ragnar brotnaði í skíðaslysi í Aspen

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar segir endurhæfingu og sjúkraþjálfun hafa gengið vel eftir slysið en hann þurfti að verja fimm dögum á sjúkrahúsi.
Ólafur Ragnar segir endurhæfingu og sjúkraþjálfun hafa gengið vel eftir slysið en hann þurfti að verja fimm dögum á sjúkrahúsi. Vísir/EPA
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mjaðmarbrotnaði í skíðaslysi í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum. Greint er frá þessu í DV en þar segir að Ólafur hafi gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og dvalið fimm daga á sjúkrahúsi.Ólafur Ragnar, sem verður 75 ára í maí næstkomandi, segir í samtali við DV að sjúkraþjálfun og endurhæfing standi yfir og gangi vel. Slysið átti sér stað í 3.500 metra hæð hlíðum Aspen í Colorado en Ólafur segir aðstæður hafa verið frekar slæmar, mikil ísing og klaki.Ólafur minnist á í samtali við DV að það hafi snjóað mikil á Austurströnd Bandaríkjanna og í Suðurríkjunum en ekki í Colorado, þar sem spáð var snjókomu. Því hafi færið ekki verið gott, jafnvel fyrir vanan skíðakappa eins og Ólaf Ragnar.

Ólafur Ragnar er með áratuga reynslu af skíðaiðkun en segir færið hafa verið slæmt í Aspen.Vísir/EPA
Árið 1999 axlarbrotnaði Ólafur Ragnar þegar hann féll af hestbaki í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Dorrit Moussaieff var með í för og var fyrst til þess að hlúa að forsetanum eftir fallið og lét yfirhöfn sína yfir hann.Vék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Þetta voru fyrstu kynni íslensku þjóðarinnar af Dorrit sem síðar varð forsetafrú landsins.

Fræg mynd sem tekin var þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir slysið árið 1999.Vísir/GVA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.