Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:00 Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur. Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur.
Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00