Vakti athygli á ofbeldi í garð innflytjenda og uppskar lófatak Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 15:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum. Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08
Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28