Innlent

Einn elsti köttur landsins

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hún er heyrnarlaus, sér bara með öðru auganu og henni finnst best að fá þeyttan rjóma og harðfisk í matinn. Hér erum við að tala um Kleópötru, einn elsta ef ekki elsta kött landsins sem fagnar tuttugu og eins árs afmæli sínu eftir tvo mánuði.

Það er á bænum Vorsabæ II hjá Stefaníu og Birni í Skeiða og Gnúpverjahreppi sem Kleópatra býr. Hún er hálf norsk og hálf íslensk. Sökum aldurs heldur Kleópatra sig mest inn á heimilinu. Hún verður 21 árs í lok mars en það þýðir að ef hún væri maður þá væri hún að detta í það að verða 100 ára. Kisa fær alltaf afmælisveislu á afmælisdaginn sinn þar fjölskylda og vinir koma saman og fagna hverju ári hennar.

„Hún er bara vel á sig komin og bara sefur mjög mikið yfir daginn. Drekkur mikið vatn og fær sér alltaf að borða og svona,“ segir Sigurbjörg Bára. „Hún er með kröfur um hvernig mat hún vill fá.“

Sigurbjörg segir Kleópötru hafa verið frjósama í gegnum árin og hún eigi afkomendur út um allt land sem séu myndarlegir kettir í dag.

Veistu um eldri kött á Íslandi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.