Innlent

Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent

Sveinn Arnarsson skrifar
Lambakjöt er þjóðarréttur Íslendinga.
Lambakjöt er þjóðarréttur Íslendinga. vísir/pjetur
10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn.

Heildaraukning varð í fyrra á sölu lambakjöts um 3,5 prósent. Hins vegar var salan á dilkakjöti einungis 6.200 tonn eða heilum þrjú þúsund tonnum – þremur milljónum kílóa – minni en framleiðslan. Einnig seldist ekki nema helmingur þess ærkjöts sem íslenskir sauðfjárbændur sendu í sláturhús.

Verð á mörkuðum erlendis hefur gert íslenskum sauðfjárbændum skráveifu. Greinin er skuldbundin því að flytja út nærri 30 prósent af framleiðslu sinni því framleitt er mun meira en við torgum.




Tengdar fréttir

Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt

Sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var fenginn til að skoða umhverfi sauðfjárræktar á landinu. Segir eðlilegt að búum fækki og erfitt sé að byggja greinina upp að svo stórum hluta á útflutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×