Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt skýrast Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 10:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Vísir/Anton Brink Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira