Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt skýrast Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 10:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Vísir/Anton Brink Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira