#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu. MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu.
MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira