Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 10. janúar 2018 23:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Ekkert verður af fyrsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í 28 ár. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. Eftir að tillagan um prófkjör var felld var gerð tillaga um að fara leið röðunar, sem Sjálfstæðismenn á Akureyri ætla meðal annars að fara. Var sú tillaga samþykkt með um 75 prósentum atkvæða. Við röðun eru það aðeins aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu sem fá að kjósa á milli frambjóðenda. Óbreyttir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki kosningarétt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til tólf ára, er ánægður með niðurstöðu fundarins. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Prófkjör eða annað. Í atkvæðagreiðslu um tillögu að prófkjöri í kvöld greiddi hann atkvæði gegn tillögunni. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Hann segist sjálfur hafa talað fyrir því, eftir að tillagan um prófkjör var felld, að farið yrði í leiðtogaprófkjör. „En það hafði enginn áhuga á því. Ég var einn um þá skoðun af 54,“ segir Elliði léttur. Samkvæmt heimildum Vísis var prófkjörstillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Ekkert verður af fyrsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í 28 ár. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. Eftir að tillagan um prófkjör var felld var gerð tillaga um að fara leið röðunar, sem Sjálfstæðismenn á Akureyri ætla meðal annars að fara. Var sú tillaga samþykkt með um 75 prósentum atkvæða. Við röðun eru það aðeins aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu sem fá að kjósa á milli frambjóðenda. Óbreyttir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki kosningarétt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til tólf ára, er ánægður með niðurstöðu fundarins. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Prófkjör eða annað. Í atkvæðagreiðslu um tillögu að prófkjöri í kvöld greiddi hann atkvæði gegn tillögunni. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Hann segist sjálfur hafa talað fyrir því, eftir að tillagan um prófkjör var felld, að farið yrði í leiðtogaprófkjör. „En það hafði enginn áhuga á því. Ég var einn um þá skoðun af 54,“ segir Elliði léttur. Samkvæmt heimildum Vísis var prófkjörstillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00