Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór
Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Stillt hefur verið upp á lista undanfarin kjörtímabil og tillaga um þá leið lá einnig fyrir á fundinum en sú tillaga var felld enda þarf 2/3 hluta atkvæða með tillögu um uppstillingu skv. skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hélt síðast prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum árið 1990.

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum mældist aðeins 34,9 prósent í nýjustu skoðanakönnun MMR sem gerð var í síðasta mánuði. Fylgi flokksins minnkar því um tæplega 40 prósent frá sveitarstjórnarkosningunum árið 2014.

Ekki náðist í Anítu Óðinsdóttur, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×