Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Stillt hefur verið upp á lista undanfarin kjörtímabil og tillaga um þá leið lá einnig fyrir á fundinum en sú tillaga var felld enda þarf 2/3 hluta atkvæða með tillögu um uppstillingu skv. skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hélt síðast prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum árið 1990.

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum mældist aðeins 34,9 prósent í nýjustu skoðanakönnun MMR sem gerð var í síðasta mánuði. Fylgi flokksins minnkar því um tæplega 40 prósent frá sveitarstjórnarkosningunum árið 2014.

Ekki náðist í Anítu Óðinsdóttur, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.