Fótbolti

Skilaboð KSÍ til þeirra sem eru að kaupa HM-miða: Farið varlega, gott fólk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensk fjölskylda mætt á leik með íslenska landsliðinu á EM 2016.
Íslensk fjölskylda mætt á leik með íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands hefur greinilega áhyggjur af kappi stuðningsmanna íslenska landsliðsins við það að reyna að útvega sér miða á leiki á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

KSÍ sendir varnaðarorð til hugsanlega miðakaupenda á fésbókarsíðu sinni og bendir sérstaklega á reglur tengdum miðakaupunum. FIFA hefur sett strangar reglur og þar getur fólk komið sér í vandræði.

„Vegna fjölda fyrirspurna um það hvort hægt sé að senda inn fleiri en eina miðaumsókn á tiltekna leiki á HM 2018 vill KSÍ koma þessum upplýsingum úr miðaskilmálum á framfæri. Farið varlega, gott fólk,“ segir í skilaboðunum frá KSÍ.





KSÍ birtir einnig lista yfir reglurnar og þar má sjá að fólk þarf að passa sig ætli það að komast inn á leiki Íslands á HM næsta sumar.

Þar kemur meðal annars fram að það er stanglega bannað að sækja um fleiri en einn miða á sama leik og það má ekki einu sinni sækja um fleiri en einn miða á sama degi þó um mismundandi leiki sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×