Á ekki að þurfa banaslys til að koma í veg fyrir þau Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 11:00 Banaslys varð á Kjalarnesi í síðustu viku þar sem 37 ára karlmaður, búsettur á Akranesi, lét lífið. Vísir/Ernir „Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
„Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira