Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:45 Frumkvæði vinnumarkaðarins gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að grípa til aðgerða gegn einelti og hvers kyns ofbeldi og áreitni í samfélaginu að sögn forsætisráðherra. Skipaður verður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. Vinnueftirlitsi, stjórn Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytið stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel í morgun en tilgangur fundarins var að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og var fundurinn vel sóttur. Félags- og jafnréttismálaráðherra greindi frá því að á næstu dögum muni hann skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kortleggja og rannsaka áreitni á vinnumarkaði. „Auðvitað eigum við að stefna að því að útrýma slíku og það er auðvitað yfirskrift fundarins hér í dag en ég held að við verðum alltaf að vera vakandi og umræðan verður alltaf að vera lifandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Stöð 2. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að forsvarsmenn á vinnumarkaðnum sjálfum séu í forystu þarna vegna þess að ég held að það sé lykillinn að því að ná fram breytingum,“ bætti hann við. Undir þetta tekur Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Fyrst og fremst þarf að tryggja stöðu þolenda og tryggja að úr málum sé leyst og gera þá ráðstafanir á vinnustöðum til þess að það geti ekki orðið endurtekning,“ segir Eyjólfur en það var Vinnueftirlitið og stjórn þess sem áttu frumkvæði að því að halda fundinn.Gerendur þurfa að breyta hegðun sinni Fundarmönnum var tíðrætt um MeToo-byltinguna og áhrif hennar en formaður BHM gerði aftur á móti heilann og það hvernig við hegðum okkur að umræðuefni. „Stundum náum við ekki að haga okkur skynsamlega og það er mjög mikilvægt að við kunnum aðferðirnar og þetta er nú það sem við kennum börnum í uppeldi til þess að taka á hegðun og breyta hegðun sem er óæskileg og það er auðvitað það sem að gerendurnir þurfa að gera,“ segir Þórunn. Undir lok fundarins var borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Hægt er að kynna sér efni yfirlýsingarinnar og skrifa undir hana rafrænt hér. „Hér erum við að skrifa undir viljayfirlýsingu um að við ætlum að grípa til aðgerða og ætlum ekki að láta þetta viðgangast. Við lítum á þetta sem okkar verkefni sem samfélags og hins vegar að við séum reiðubúin með ferla og aðgerðir til að takast á við það ef eitthvað svona kemur upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem flutti opnunarerindi á fundinum í morgun. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 #metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30 Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Frumkvæði vinnumarkaðarins gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að grípa til aðgerða gegn einelti og hvers kyns ofbeldi og áreitni í samfélaginu að sögn forsætisráðherra. Skipaður verður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. Vinnueftirlitsi, stjórn Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytið stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel í morgun en tilgangur fundarins var að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og var fundurinn vel sóttur. Félags- og jafnréttismálaráðherra greindi frá því að á næstu dögum muni hann skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kortleggja og rannsaka áreitni á vinnumarkaði. „Auðvitað eigum við að stefna að því að útrýma slíku og það er auðvitað yfirskrift fundarins hér í dag en ég held að við verðum alltaf að vera vakandi og umræðan verður alltaf að vera lifandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Stöð 2. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að forsvarsmenn á vinnumarkaðnum sjálfum séu í forystu þarna vegna þess að ég held að það sé lykillinn að því að ná fram breytingum,“ bætti hann við. Undir þetta tekur Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Fyrst og fremst þarf að tryggja stöðu þolenda og tryggja að úr málum sé leyst og gera þá ráðstafanir á vinnustöðum til þess að það geti ekki orðið endurtekning,“ segir Eyjólfur en það var Vinnueftirlitið og stjórn þess sem áttu frumkvæði að því að halda fundinn.Gerendur þurfa að breyta hegðun sinni Fundarmönnum var tíðrætt um MeToo-byltinguna og áhrif hennar en formaður BHM gerði aftur á móti heilann og það hvernig við hegðum okkur að umræðuefni. „Stundum náum við ekki að haga okkur skynsamlega og það er mjög mikilvægt að við kunnum aðferðirnar og þetta er nú það sem við kennum börnum í uppeldi til þess að taka á hegðun og breyta hegðun sem er óæskileg og það er auðvitað það sem að gerendurnir þurfa að gera,“ segir Þórunn. Undir lok fundarins var borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Hægt er að kynna sér efni yfirlýsingarinnar og skrifa undir hana rafrænt hér. „Hér erum við að skrifa undir viljayfirlýsingu um að við ætlum að grípa til aðgerða og ætlum ekki að láta þetta viðgangast. Við lítum á þetta sem okkar verkefni sem samfélags og hins vegar að við séum reiðubúin með ferla og aðgerðir til að takast á við það ef eitthvað svona kemur upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem flutti opnunarerindi á fundinum í morgun.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 #metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30 Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30
Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent