Um 90 prósent námsefnis í háskólum hérlendis er á ensku: "Menn heyra ensku látlaust á hverjum einasta degi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Veröld - húsi Vigdísar, í dag. Vísir/GVA Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís. Íslenska á tækniöld Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira