Fékk fjórtán daga til að læra hlutverk Atla Rafns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 14:34 Hjörtur þurfti að hafa sig allan við til þess að koma sér inn í burðarhlutverk á fjórtán dögum. Vísir/Stefán Karlsson „Það gekk bara eins og í sögu. Þetta var bara reglulega vel lukkað,“ segir Hjörtur Jóhann Jónsson, leikari um frumsýningu á leikritinu Medeu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hirti var falið það verkefni að setja sig inn í burðarhlutverk sýningarinnar á aðeins fjórtán vinnudögum sem er mun minna en hefðbundið er fyrir æfingarferli. Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við „Me Too“ byltinguna.Fannst þér óþægilegt að stíga inn í leikritið við þessar aðstæður?„Í rauninni reyndi ég að hugsa sem minnst um það. Ég einbeitti mér aðallega bara að því að ná utan um þetta allt saman. Ég reyndi viljandi að pæla ekki í því,“ segir Hjörtur sem er leikhópnum þakklátur fyrir að hafa tekið vel á móti sér. „Þetta er svo frábær hópur. Þegar eitthvað er krefjandi á góðan hátt og skemmtilegt þá er ekkert erfitt,“ segir Hjörtur. Talið barst að því uppgjöri sem hefur átt sér stað innan leikhússtéttarinnar á síðustu mánuðum. Konur sem starfa innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi gerðu 62 frásagnir af ofbeldi og áreitni opinberar undir yfirskriftinni „Tjaldið fellur“. Alls skrifuðu 548 konur í stéttinni undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að þær fengju að vinna sína vinnu lausar við áreitni, ofbeldi og mismun. Hvað finnst Hirti um þetta uppgjör?„Mér finnst það vera partur af þessu stóra breytingaferli sem er að eiga sér stað. Það er erfitt að taka einhverja mælingu á þetta því maður er staddur í miðjum storminum. Þetta er búið að vera mjög áberandi í leikhúsinu en ég er samt ekkert viss um að þetta sé meira í leikhúsinu en annars staðar, þetta er kannski bara mjög áberandi af því að þetta er oft frægt fólk og umfjöllunin um þetta er mikil. Alveg eins og með íþróttakonurnar núna um daginn.“ Spurður hvort kynferðisleg áreitni sé honum ofarlega í huga þessa dagana svarar Hjörtur játandi. „Við erum öll erum endalaust að hugsa um þetta og tala um þetta. Það eru allir mjög skeknir yfir þessu. Þegar fyrstu sögurnar komu fram þá sló það mig sérstaklega hvað þetta er mikið og út um allt og gjörsamlega alls staðar í samfélaginu. Maður, í einhverri barnslegri trú, hélt að þetta væri ekki svona slæmt.“ Hjörtur telur að það mikilvægasta sem karlmenn geti gert núna sé að hlusta. „Við karlmenn þurfum að vera mjög duglegir að hlusta. Núna held ég að sé tímabil þar sem við öll erum að hlusta og lesa vandlega í kringumstæður. Við erum sérstaklega nærgætin og tillitssöm og að reyna að átta okkur á hvað gerist næst.“548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi.Starfsmenn Borgarleikhússins fengu, skömmu eftir að fyrstu frásagnirnar voru gerðar opinberar, fyrirlestra frá starfsmönnum Stígamóta og sérfræðingum í kynferðislegri áreitni. Þar hafi Hirti verið gert ljóst að leiðin að jafnrétti sé langhlaup. „Sérfræðingarnir tala mjög mikið um þetta að þetta sé langt ferli og maður vill náttúrulega helst fá allar breytingar inn strax og að laga þetta um leið en þetta er bara þyngri steinn að velta en svo. Þetta er svo margþætt. Í grunninn er svona ofbeldi alltaf grundvallað í misrétti og ójafnrétti. Það er stóra myndin að útrýma misrétti.“Ekki hægt að afgreiða misrétti með yfirlýsinguHjörtur segist hafa tekið eftir því að vinnustaðir sendi nú frá sér yfirlýsingar í hrönnum um bót og betrun í jafnréttismálum: „...sem er náttúrulega frábært en þangað til eitthvað breytist og gerist eru þetta orðin tóm. Maður veit að þetta stoppar ekkert þar. Það er ekki hægt að afgreiða þetta með yfirlýsingum.“ Leikritið Medea var sem fyrr segir frumsýnt í gær. Á þetta gamla verk erindi við samtímann? „Já, ekki spurning. Það er alveg magnað hvað þetta tvö þúsund og fjögur hundruð ára gamla leikrit virkar enn þann dag í dag og síðan er náttúrulega leikgerðin hennar Hrafnhildar Hagalín frábær. Hún er dásamleg. Hún nær að halda tóninum og stílnum í verkinu á sama tíma og hún gerir það aðgengilegt fyrir okkur. Þetta fjallar um misrétti, stöðu kvenna og stöðu flóttamanna. Það er ofboðslega margt sem kallast á við daginn í dag,“ segir Hjörtur. Harpa Arnarsdóttir fer með leikstjórn verksins en Hjörtur segir að hún sé dásamlegur og stórkostlegur listamaður sem hafi „stýrt skipinu einstaklega vel.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Það gekk bara eins og í sögu. Þetta var bara reglulega vel lukkað,“ segir Hjörtur Jóhann Jónsson, leikari um frumsýningu á leikritinu Medeu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hirti var falið það verkefni að setja sig inn í burðarhlutverk sýningarinnar á aðeins fjórtán vinnudögum sem er mun minna en hefðbundið er fyrir æfingarferli. Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við „Me Too“ byltinguna.Fannst þér óþægilegt að stíga inn í leikritið við þessar aðstæður?„Í rauninni reyndi ég að hugsa sem minnst um það. Ég einbeitti mér aðallega bara að því að ná utan um þetta allt saman. Ég reyndi viljandi að pæla ekki í því,“ segir Hjörtur sem er leikhópnum þakklátur fyrir að hafa tekið vel á móti sér. „Þetta er svo frábær hópur. Þegar eitthvað er krefjandi á góðan hátt og skemmtilegt þá er ekkert erfitt,“ segir Hjörtur. Talið barst að því uppgjöri sem hefur átt sér stað innan leikhússtéttarinnar á síðustu mánuðum. Konur sem starfa innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi gerðu 62 frásagnir af ofbeldi og áreitni opinberar undir yfirskriftinni „Tjaldið fellur“. Alls skrifuðu 548 konur í stéttinni undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að þær fengju að vinna sína vinnu lausar við áreitni, ofbeldi og mismun. Hvað finnst Hirti um þetta uppgjör?„Mér finnst það vera partur af þessu stóra breytingaferli sem er að eiga sér stað. Það er erfitt að taka einhverja mælingu á þetta því maður er staddur í miðjum storminum. Þetta er búið að vera mjög áberandi í leikhúsinu en ég er samt ekkert viss um að þetta sé meira í leikhúsinu en annars staðar, þetta er kannski bara mjög áberandi af því að þetta er oft frægt fólk og umfjöllunin um þetta er mikil. Alveg eins og með íþróttakonurnar núna um daginn.“ Spurður hvort kynferðisleg áreitni sé honum ofarlega í huga þessa dagana svarar Hjörtur játandi. „Við erum öll erum endalaust að hugsa um þetta og tala um þetta. Það eru allir mjög skeknir yfir þessu. Þegar fyrstu sögurnar komu fram þá sló það mig sérstaklega hvað þetta er mikið og út um allt og gjörsamlega alls staðar í samfélaginu. Maður, í einhverri barnslegri trú, hélt að þetta væri ekki svona slæmt.“ Hjörtur telur að það mikilvægasta sem karlmenn geti gert núna sé að hlusta. „Við karlmenn þurfum að vera mjög duglegir að hlusta. Núna held ég að sé tímabil þar sem við öll erum að hlusta og lesa vandlega í kringumstæður. Við erum sérstaklega nærgætin og tillitssöm og að reyna að átta okkur á hvað gerist næst.“548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi.Starfsmenn Borgarleikhússins fengu, skömmu eftir að fyrstu frásagnirnar voru gerðar opinberar, fyrirlestra frá starfsmönnum Stígamóta og sérfræðingum í kynferðislegri áreitni. Þar hafi Hirti verið gert ljóst að leiðin að jafnrétti sé langhlaup. „Sérfræðingarnir tala mjög mikið um þetta að þetta sé langt ferli og maður vill náttúrulega helst fá allar breytingar inn strax og að laga þetta um leið en þetta er bara þyngri steinn að velta en svo. Þetta er svo margþætt. Í grunninn er svona ofbeldi alltaf grundvallað í misrétti og ójafnrétti. Það er stóra myndin að útrýma misrétti.“Ekki hægt að afgreiða misrétti með yfirlýsinguHjörtur segist hafa tekið eftir því að vinnustaðir sendi nú frá sér yfirlýsingar í hrönnum um bót og betrun í jafnréttismálum: „...sem er náttúrulega frábært en þangað til eitthvað breytist og gerist eru þetta orðin tóm. Maður veit að þetta stoppar ekkert þar. Það er ekki hægt að afgreiða þetta með yfirlýsingum.“ Leikritið Medea var sem fyrr segir frumsýnt í gær. Á þetta gamla verk erindi við samtímann? „Já, ekki spurning. Það er alveg magnað hvað þetta tvö þúsund og fjögur hundruð ára gamla leikrit virkar enn þann dag í dag og síðan er náttúrulega leikgerðin hennar Hrafnhildar Hagalín frábær. Hún er dásamleg. Hún nær að halda tóninum og stílnum í verkinu á sama tíma og hún gerir það aðgengilegt fyrir okkur. Þetta fjallar um misrétti, stöðu kvenna og stöðu flóttamanna. Það er ofboðslega margt sem kallast á við daginn í dag,“ segir Hjörtur. Harpa Arnarsdóttir fer með leikstjórn verksins en Hjörtur segir að hún sé dásamlegur og stórkostlegur listamaður sem hafi „stýrt skipinu einstaklega vel.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00