Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2018 12:18 Dagskráin verður þétt hjá forsetahjónunum í Svíþjóð. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira