Rottur fá uppreist æru eftir aldalangar deilur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2018 06:46 Vísindamenn frá Noregi og Ítalíu telja rotturnar ekki geta hafa borið hitann og þungann af útbreiðslu svartadauða. Vísir/Getty Svo virðist sem rottur beri ekki mesta ábyrgð þegar kom að útbreiðslu svartadauða, sem varð tugmilljónum að bana á fjórtándu og fimmtándu öld, ef marka má nýja rannsókn vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Dreifing plágunnar hefur verið vinsælt þrætuepli vísindamanna og hefur fjöldi þeirra reynt að færa sönnur á að rottum og flóm á skrokkum þeirra hafi verið um að kenna. Rannsókn vísindmanna frá háskólunum í Osló og Ferrara bendir hins vegar til að dreifingu plágunnar megi „í meginatriðum“ rekja til flóa og lúsa á mönnum. Rannsóknin, sem birt var í hinu virta Proceedings of the National Academy of Science, byggir á ítarlegri gagnaöflun um fyrstu bylgju svartadauða sem dró rúmlega 25 milljón manns til dauða í Evrópu á árunum 1357 til 1351. Pestin gekk á Íslandi frá 1402 og 1404 og varð stórum hluta þjóðarinnar að bana. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir. Haft er eftir prófessornum Nils Stenseth á vef breska ríkisútvarpsins að vísindmennirnir hafi náð að hanna líkön um dreifingu út frá dánartölum níu evrópskra borga. Með líkönunum hafi þeir kannað hvernig dreifing sjúkdómsins hefði verið ef hann hefði borist með rottum, í andrúmsloftinu eða sníkjudýrum á líkömum manna. Í sjö af níu borgum hafi sníkjudýradæmið gengið best upp. „Niðurstöðurnar voru mjög skýrar, lúsalíkanið passaði best,“ segir Stenseth. „Það verður að teljast ólíklegt að svartidauði hefði breiðst jafn hratt út ef rottur hefðu borið hann á milli. Plágan hefði þurft þannig að fara í gegnum eina breytu til viðbótar í stað þess að dreifast bara beint á milli einstaklinga.“ Þrátt fyrir að rannsóknin sé fyrst og fremst ætlað að auka sögulega þekkingu okkar á þessari mannskæðu plágu vona vísindamennirnir að niðurstöðurnar verði til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sambærilegra sótta í framtíðinni. Þar leiki hreinlæti lykilhlutverk. „Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ef þú ert veik/ur þá ættirðu ekki að komast í snertingu við of marga einstaklinga. Ef veikindi ber að garði, haltu þig þá heima,“ segir Stenseth. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Svo virðist sem rottur beri ekki mesta ábyrgð þegar kom að útbreiðslu svartadauða, sem varð tugmilljónum að bana á fjórtándu og fimmtándu öld, ef marka má nýja rannsókn vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Dreifing plágunnar hefur verið vinsælt þrætuepli vísindamanna og hefur fjöldi þeirra reynt að færa sönnur á að rottum og flóm á skrokkum þeirra hafi verið um að kenna. Rannsókn vísindmanna frá háskólunum í Osló og Ferrara bendir hins vegar til að dreifingu plágunnar megi „í meginatriðum“ rekja til flóa og lúsa á mönnum. Rannsóknin, sem birt var í hinu virta Proceedings of the National Academy of Science, byggir á ítarlegri gagnaöflun um fyrstu bylgju svartadauða sem dró rúmlega 25 milljón manns til dauða í Evrópu á árunum 1357 til 1351. Pestin gekk á Íslandi frá 1402 og 1404 og varð stórum hluta þjóðarinnar að bana. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir. Haft er eftir prófessornum Nils Stenseth á vef breska ríkisútvarpsins að vísindmennirnir hafi náð að hanna líkön um dreifingu út frá dánartölum níu evrópskra borga. Með líkönunum hafi þeir kannað hvernig dreifing sjúkdómsins hefði verið ef hann hefði borist með rottum, í andrúmsloftinu eða sníkjudýrum á líkömum manna. Í sjö af níu borgum hafi sníkjudýradæmið gengið best upp. „Niðurstöðurnar voru mjög skýrar, lúsalíkanið passaði best,“ segir Stenseth. „Það verður að teljast ólíklegt að svartidauði hefði breiðst jafn hratt út ef rottur hefðu borið hann á milli. Plágan hefði þurft þannig að fara í gegnum eina breytu til viðbótar í stað þess að dreifast bara beint á milli einstaklinga.“ Þrátt fyrir að rannsóknin sé fyrst og fremst ætlað að auka sögulega þekkingu okkar á þessari mannskæðu plágu vona vísindamennirnir að niðurstöðurnar verði til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sambærilegra sótta í framtíðinni. Þar leiki hreinlæti lykilhlutverk. „Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ef þú ert veik/ur þá ættirðu ekki að komast í snertingu við of marga einstaklinga. Ef veikindi ber að garði, haltu þig þá heima,“ segir Stenseth.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira