Innlent

Líkfundur í Öræfum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sandfell er í Öræfum.
Sandfell er í Öræfum. Mynd/Alta
Björgunarsveitarmenn í Öræfum fundu, um hádegisbil, látinn mann við Sandfell í Öræfum.

Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar farið var að grenslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus í ótiltekin tíma á bifreiðastæði skammt frá Sandfelli, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Um er að ræða bílaleigubifreið í útleigu til erlends ferðamanns.

Í samtali við Vísi segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að starfsmaður bílaleigunnar sem leigði bílinn hafi haft samband við lögreglu eftir að bílaleigunni barst ábending um að bíllinn hafi staðið á bílastæðinu í einhvern tíma.

Ekki er vitað hvað bíllinn stóð lengi á bílastæðinu en málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.