Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 18:06 Hæstiréttur hefur nú tvívegis staðfest úrskurði héraðsdóms um að konan skuli sæta farbanni. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54