KSÍ staðfesti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila vináttulandsleik gegn Perú þann 27. mars í Bandaríkjunum.
Leikurinn verður spilaður á Red Bull Arena í New Jersey. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast í landsleik.
Perú er með frábært lið sem situr í ellefta sæti heimslistans. Perúmenn eru á leiðinni á HM í Rússlandi rétt eins og Ísland en Perú er að taka þátt á HM í fyrsta skipti í 35 ár.
Perú er í riðli með Dönum, Frökkum og Áströlum og gæti mætt Íslandi í 16-liða úrslitum á HM ef báðar þjóðir komast áfram.
Þetta verður væntanlega lokaleikur íslenska liðsins áður en HM-hópurinn verður valinn í byrjun maí.
Strákarnir mæta Perú í Bandaríkjunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
