Skarð Dagnýjar vandfyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira