Erlent

Ed Westwick skipt út í þáttaröð BBC vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ed Westwick.
Ed Westwick. vísir/getty
Framleiðendur BBC-þáttaraðarinnar Ordeal by Innocence hafa skipt leikaranum Ed Westwick út fyrir leikarann Christian Cooke vegna ásakana sem komið hafa fram á hendur Westwick um kynferðislega áreitni. Allar senur sem Westwick lék í þarf að taka upp aftur þar sem búið var að taka þáttaröðina upp.

Þáttaröðin er byggð á bók eftir Agöthu Christie og fer með hlutverk Mickey Argyll í þáttunum. Ordeal by Innocence átti að vera einn aðaljólaþáttur BBC en var tekinn af dagskrá eftir að ásakanirnar á hendur Westwick komu fram. Alls hafa þrjár konur sakað Westwick um kynferðisofbeldi en hann hefur neitað því að hafa brotið gegn þeim.

Westwick skaust upp á stjörnuhimininn í bandarísku þáttunum Gossip Girl. Þegar þátturinn var tekinn af dagskrá BBC sagði stofnunin að með því væri ekki nein afstaða tekin til ásakananna heldur væri verið að finna lausn á málinu.

Þessi lausn BBC svipar mjög til þess þegar breytingar voru gerðar á leikaraliði myndarinnar All the Money in the World sem Ridley Scott leikstýrir. Þá var Kevin Spacey skipt út fyrir leikarann Christopher Plummer eftir að hann Spacey hafði verið sakaður um kynferðisofbeldi. Taka þurfti upp aftur allar senur sem Spacey hafði leikið í.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×