Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur Iggy Pop. vísir/anton brink Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent