Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2018 05:00 Eigandi Strawberries kærði framgöngu lögreglumanna og þjófnað á haldlögðum munum úr húsleitum. Hvorug þeirra leiddi til ákæru. vísir/stefán „Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Sjá meira
„Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00
Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11