Fótbolti

Miðinn kostar eina og hálfa milljón rúpía í VIP-sætin á leik Íslands og Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn úti í Indónesíu.
Íslenski hópurinn úti í Indónesíu. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Ísland og Indónesía mætast í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum en fyrri leikurinn fer fram á fimmtudaginn kemur.

Íslenski hópurinn kom til Indónesíu á sunnudaginn en í íslenska liðið vantar marga lykilmenn sem eru uppteknir með liðum sínum í Evrópu.

Það breytir því ekki að heimamenn eru spenntir að fá í heimsókn spútnikliðið frá EM 2016 og liðið sem endurskrifaði sögu HM í fótbolta síðasta haust.

Fyrri leikurinn fer fram Yogyakarta en sá síðari í höfuðborginni Jakarta. Strákarnir hafa farið fengið flottar móttökur og skoðað sig vel um í Indónesíu.

Knattspyrnusamband Indónesíu fjallar um leikina á heimasíðu sinni og þar á bæ búast með góðri aðsókn á leikina.

Fyrri leikurinn fer fram á Maguwoharjo leikvanginum í Yogyakarta en 23 þúsund miðar voru í boði á þann leik. Seinni leikurinn er aftur á móti á Gelora Bung Karno í Jakarta og þar voru 50 þúsund miðar í boði.

Miðar á fyrri leikinn kosta á bilinu 100 til 200 þúsund rúpíur eða á milli 800 og 1600 íslenskra króna.

Seinni leikurinn er á mun stærri velli og þar er meiri verðmunur á miðum á leikjunum. Það eru ódýrastu miðarnir á 100 þúsund rúpíur eða 800 krónur íslenskar.

Dýrasti miðinn er VIP-miðinn sem kostar eina og hálfa milljón rúpía sem gerir tæpar tólf þúsund krónur íslenskar.

Það má lesa meira um þetta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×