Óhagstæð skilyrði þrengi svigrúm til launahækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2018 12:45 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira