Óhagstæð skilyrði þrengi svigrúm til launahækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2018 12:45 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira