Útflutningur á ufsa dregist saman vegna þess hversu ljót flökin eru Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:00 Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira