Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 14:11 Mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir tveimur árum. Þeir sem gengu í London í dag kröfðust þess að fá að greiða atkvæði um samning ríkisstjórnarinnar við ESB um útgönguna. Vísir/EPA Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina. Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina.
Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent