Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2018 06:00 Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36