Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2018 06:00 Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36