Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 20:00 Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. Ofbeldismenn séu hvað hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum og á þeim tíma fer sáttameðferðin oft fram. Á ráðstefnunni Gerum betur, sem haldin var í dag, var meðal annars fjallað um helstu hindranir er varða heimilisofbeldismál í kerfinu. Jenný Kristín Valberg, nemi og starfsmaður Kvennaathvarfsins, gerði þar grein fyrir rannsókn sem hún er að vinna að um upplifanir tíu kvenna af sáttameðferð hjá sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Sáttameðferð er skylda fyrir foreldra þar sem niðurstaða þarf að liggja fyrir um hvar lögheimili og forræði á að vera. „Það var álit allra að þetta hafi verið ofboðslega erfið reynsla. Þeim fannst þær ekki geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær höfðu ekki rödd og gátu ekki tjáð sig inni í herbergi með ofbeldismanninum. Sú staðreynd er að fjórar kvennana komu á undan og létu Sýslumann vita að það væri ofbeldissamband sem þær væru að reyna að ljúka en það virtist ekki skila sér inn í sáttarmeðferðina," segir hún og ítrekar að þetta sé alvarlegur galli. Sáttameðferð hentar ekki öllum Jenný bendir á að konur sem koma úr ofbeldissambandi upplifi oft á tíðum fjárhagslegt ofbeldi og hafnin þær sáttameðferð fylgi því dýr lögfræðikostnaður. Sáttameðferð sé að mörgu leiti góð en mikilvægt sé að sýslumaður líti til ofbeldis þegar fólki er stefnt saman til sátta. Það sem aftur á móti er ekki að virka er að mæta með ofbeldismanni sem þú ert ný búin að slíta tengsl við. Það vita allir að á þeim tíma sem ofbeldismaður missir í raun stjórn á þolanda sínum er tíminn sem hann er í raun hættulegastur. Á þeim tíma eru þær einar í sáttameðferð, án stuðnings, og eru að reyna að semja upp á framtíðina," segir hún. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. Ofbeldismenn séu hvað hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum og á þeim tíma fer sáttameðferðin oft fram. Á ráðstefnunni Gerum betur, sem haldin var í dag, var meðal annars fjallað um helstu hindranir er varða heimilisofbeldismál í kerfinu. Jenný Kristín Valberg, nemi og starfsmaður Kvennaathvarfsins, gerði þar grein fyrir rannsókn sem hún er að vinna að um upplifanir tíu kvenna af sáttameðferð hjá sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Sáttameðferð er skylda fyrir foreldra þar sem niðurstaða þarf að liggja fyrir um hvar lögheimili og forræði á að vera. „Það var álit allra að þetta hafi verið ofboðslega erfið reynsla. Þeim fannst þær ekki geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær höfðu ekki rödd og gátu ekki tjáð sig inni í herbergi með ofbeldismanninum. Sú staðreynd er að fjórar kvennana komu á undan og létu Sýslumann vita að það væri ofbeldissamband sem þær væru að reyna að ljúka en það virtist ekki skila sér inn í sáttarmeðferðina," segir hún og ítrekar að þetta sé alvarlegur galli. Sáttameðferð hentar ekki öllum Jenný bendir á að konur sem koma úr ofbeldissambandi upplifi oft á tíðum fjárhagslegt ofbeldi og hafnin þær sáttameðferð fylgi því dýr lögfræðikostnaður. Sáttameðferð sé að mörgu leiti góð en mikilvægt sé að sýslumaður líti til ofbeldis þegar fólki er stefnt saman til sátta. Það sem aftur á móti er ekki að virka er að mæta með ofbeldismanni sem þú ert ný búin að slíta tengsl við. Það vita allir að á þeim tíma sem ofbeldismaður missir í raun stjórn á þolanda sínum er tíminn sem hann er í raun hættulegastur. Á þeim tíma eru þær einar í sáttameðferð, án stuðnings, og eru að reyna að semja upp á framtíðina," segir hún.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira