Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:07 Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira