Berglind Björg: Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sýnir tilfinningarnar í landsleik eftir að eitt gott færi fór forgörðum. Vísir/Anton Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira