Árs fangelsi fyrir kynlíf með barni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Maðurinn og stúlkan kynntust í gegnum Snapchat. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira