Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Sunna er enn lömuð fyrir neðan brjóstkassa og hefur enga tilfinningu í fótum. Unnur Birgisdóttir „Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12